DúndurKaraoke
Dúndur karaoke hefur starfað frá 1994 og er nú elsta starfandi ferðakaraoke-ið á landinu.
Nú eru öll karaokelögin okkar komin inn á tölvu og því engin bið lengur.
Nýjustu erlendu topplögin af Íslenska, Breska og Bandarísku vinsældalistunum berast reglubundið til Dúndurs.
Þið getið valið ykkur lög á síðunni okkar og einnig sent okkur óskalista. Síðan er þó ekki tæmandi það vantar t.d alla heimstónlistina, og fullt af öðrum lögum og ný lög eru allaf að berast, vinsamlega sendið okkur því fyrirsspurnir, við gætum átt lagið eða útvegað það ef fyrirvarinn er nógur.
Karaoke lagasafn Dúndurs telur nú 16000 – 17000 þús. lög ef heimstónlistin er talin með, en við höfum ekki sett hana inn á netlistann okkar.
Við spilum stuðlög áður en karaoke-ið hefst og á milli söngatriða og meðan þið eruð að velja karaoke-lögin.
Við störtum gjarnan karaoke-inu og það er sá stórgóði skemmtikraftur Jósep Ólason hinn eini sanni Íslenski Elvis Presley sem oft sér um að koma ykkur í rétta gírinn, hann kann nefnilega að syngja fleyri lög enn bara Elvislög.
Við sköffum diskóljós með karaoke-íinu ef um það er beðið.
Við sjáum líka um Diskótekið á eftir karaoke-íinu, ef þess er óskað það er líka ódýrara en að fá annað diskótek.